Skip to content

• Um Ölmu Rut •

Alma Rut hefur sungið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins síðastliðin ár.

Hún hefur sungið inn á fjölmargar plötur, á ótalmörgum tónleikum, dansleikjum, brúðkaupum, jólahlaðborðum, árshátíðum, sjónvarpsþáttum, sungið og leikið í teiknimyndum og söngleikjum og komið fram við hin ýmsu tilefni.
Henni finnst gaman að syngja í mismunandi stílum, t.d. rokk, popp, kántrý, blús, jazz o.fl.
Alma Rut lærði söng í Tónlistarskóla FÍH og píanó og söng í Tónlistarskóla Akureyrar. Hún hefur farið á námskeið í Complete Vocal Tecnique söngtækni, kennt söng í Söngskóla Maríu Bjarkar síðan 2005 og einnig kennt í Meiriskóla Margrétar Eirar.
Alma hefur einnig verið í stjórn KÍTÓN, sem er félag kvenna í tónlist.

Alma stundar nú nám við sálfræði við Háskólann á Akureyri,
en áður var hún í kennaranámi.
Hún er einnig útskrifaður stjórnendamarkþjálfi
(Executive coach) frá HR
og vottaður hástigs frammistöðu þjálfari
(High Performance coach)

Hún hefur verið hluti af stórhljómsveitinni TODMOBILE síðan 2009
Alma er söngkonan í popp-rokk-kántrýhljómsveitinni VESTANÁTTIN
Alma hefur komið fram á óteljandi mörgum stórum tónleikum,
bæði í röddum og sem einsöngvari.
Í 6 ár kom hún fram í sýningum Gunnars Þórðarsonar á Hótel Grímsborgum, m.a. afmælissýningu Gunnars, Abba, BeeGees, Olivia Newton John og disco afmælissýingu skemmtistaðarins Hollywood.
Hún hefur sungið raddir í yfir 20 lögum í Söngvakeppni Sjónvarpsins og hefur tvisvar sinnum farið út í Eurovision og staðið á sviðinu fyrir Íslands hönd, árið 2012 í Azerbeijan og 2015 í Austurríki.
Nokkur verkefni sem Alma hefur unnið við:
Pink Floyd heiðurstónleikar Dúndurfrétta
Stórtónleikar Bó & Bubba
Eyjatónleikarnir í Hörpu á hverju ári frá 2014
Jólatónleikar Siggu Beinteins
Rumours tónleikar til heiðurs Fleetwood Mac
Sálin hans Jóns míns
Skonrokk
söng-dans-leik- og tónleikasýningunni Moulin Rouge hjá Forte
Hún hefur unnið í mörgum verkefnum hjá Rigg, t.d. AC/DC tónleikasýningu, heiðurstónleikum Freddie Marcury, afmælistónleikum Friðriks Ómars, heiðurstónleikum Vilhjálms Vilhjálmssonar,  Elvis Presley tónleikum og á Fiskidagstónleikunum á Dalvík.
Alma hefur líka sungið og leikið í söngleiknum Hárinu og í teiknimyndunum Chicken Little, Kronks New Groove o.fl.

og einnig hefur hún sett upp fjölmarga tónleika á stærri og smærri stöðum,
t.d. Heiðurstónleika Michael Bublé og Heiðurstónleika Hauks Morthens.

• Samfélagsmiðlar •