Í svörtum fötum og Jónsi
Alma Rut hefur unnið með Jónsa og hljómsveitinni Í SVÖRTUM FÖTUM í þónokkrum verkefnum. Hún söng raddir inn á plötu þeirra Meðan ég sef sem kom út 2004, hefur sungið með þeim á dansleikjum og einnig sungið með Jónsa í brúðkaupum og veislum.
Alma Rut og Jónsi tóku þátt í skemmtilegum viðburði á Seltjarnarnesi fimmtudagskvöldið 15.maí 2014 – Konur til áhrifa: Tækifæri kvenna. Þar komu saman margar flottar konur, pólitískar og ópólitískar. Fluttir voru margir áhugaverðir og hvetjandi fyrirlestrar og síðan tóku Jónsi og Alma nokkur vel valin lög saman.